Unga fólkið kennir okkur margt
Það er bæði spenna og tilhlökkun fyrir nýju skólaári. Það mætti líkja þessu við nýliðakvíða þar sem rúmlega 200 nýnemar hefja nám á hverju hausti, en mér finnst þessi tilfinning góðs viti. Það eru mörg áhugaverð verkefni sem við í MA glímum við á hverjum vetri og ég lít á hvert skólaár sem nýja áskorun, segir Jón Már Héðinsson skólameistari við Menntaskólann á Akureyri.
Jón Már hefur starfað við skólann í 33 ár og gengt stöðu skólameistara síðan árið 2003. Það sem kannski færri vita er að hann þótti afar liðtækur körfuboltamaður á yngri árum og í spjalli við Vikudag segir Jón Már m.a. frá ævintýralegri upplifun sinni gegn Barcelona seint áttundu áratug síðustu aldar.
Fyrst að skólamálum Jón Már. Nýtt skólaár hefst um miðjan mánuðinn og MA er þekktur fyrir miklar hefðir. Er skólinn alltaf í sömu sporunum?
Nei, aftur á móti er hefð fyrir því að búa til nýjar hefðir og leggja niður það sem við erum ekki sátt við. Þannig reynum við að vera lifandi skóli og leggja ný spor reglulega. Við erum gagnrýnin á það sem við gerum hverju sinni og okkur finnst mikilvægt að halda áfram að þróa nýjar hefðir.
Sem skólameistari ertu í miklu sambandi við yngri kynslóðir. Hvernig er að vinna með ungu fólki og hvað gefur það þér?
Það er mjög ánægjulegt og gefandi. Ungt fólk er afskaplega áhugasamt um lífið og tilveruna. Mér finnst nemendur einnig vera áhugasamir um það að starfsfólk skólans sýni þeim áhuga og taki þátt í því sem þeir eru að gera
Mætir á busaböllin
Góð tengsl við nemendur skipta miklu máli og ég tel að starfsfólk MA standi sig vel hvað það varðar, þó alltaf megi gera betur. Til dæmis hef ég aðeins misst af einu busaballi síðan ég hóf störf við skólann.
Spilar körfubolta í frístundum
Ég fékk snemma áhuga á körfubolta og byrjaði að æfa með Herði vestur á Patreksfirði þegar ég var 13 ára. Þegar ég flutti norður til Akureyrar hóf ég að spila með Þór í efstu deild samhliða náminu í MA. Við hittumst nokkrir félagar á föstudögum í Fjósinu, íþróttahúsi MA, og spilum körfubolta."
Þetta er aðeins brot af viðtali við Jón Má sem má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Vikudags.