Umferðin eykst á landsvísu en dregst saman fyrir norðan

mynd/Þröstur Ernir
mynd/Þröstur Ernir

Umferðin á Hringveginum í ágúst jókst að meðaltali um 0,6 %, sem er svipuð aukning og í fyrra. Vegagerðin segir ljóst að umferðin í ár aukist verulega miðað við það sem gerst hefur eftir hrun eða hugsanlega um 3 %.

Milli mánaða

Umferðin á Hringveginum í ágúst jókst að meðaltali um 0,6% samkvæmt 16 teljurum Vegagerðarinnar milli áranna 2012 og 2013. Þessi aukning er svipuð því sem hún var á sama tíma í fyrra en leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna meiri aukningu milli ágúst mánaða. Mest jókst umferðin á Austurlandi eða 6,3% og litlu minna á Suðurland eða 6,1%. Mest dróst umferðin saman á Norðurlandi eða 3%.

Nýjast