Þann 21. desember (fimmtudag) kl. 12.00-13.00 heldur Íþróttafélagið Þór sinn 6. súpufund í samstarfi við Greifann og Vifilfell. Gestir fundarins verða fulltrúar fjölmiðla með aðsetur og/eða fréttaritara á Akureyri, sem fjalla með einum eða öðrum hætti um íþróttir og íþróttastarf. Sérstakur heiðursgestur: Arinbjörn Þórarinsson, veitingamaður á Greifanum.
Fundarefni: Umfjöllum fjölmiðla um íþróttir á Akureyri, er ástandið
viðunandi? Er hægt að breyta og bæta? Fundarstjóri sem fyrr: Viðar Sigurjónsson, ÍSÍ.