Stífla brast í Djúpadalsvirkjun

Önnur af tveimur stíflum Djúpadalsvirkjunar brast á tólfta tímanum í morgun og hefur mikið vatn flætt yfir Eyjafjarðarbraut vestri, að því er fram kemur á mbl.is. Bifreið fór ofan í ána þegar Eyjafjarðarbrautin fór í sundur og er vegurinn ófær.

Einn maður var í bílnum og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla og björgunarsveitarmenn eru á staðnum. Þá hefur lögreglan á Akureyri kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar norður svo hún sé til taks ef á þarf að halda.

Í Eyjafirði loka nú skriður vegi á þremur stöðum; á Hörgárdalsvegi við bæinn Skriðu, á Hólavegi við Grænuhlíð og á Eyjafjarðarbraut vestri er skriða í námunda við Skáldstaði.

Vegagerðin býst við að viðgerð á Eyjafjarðarbraut við Samkomugerði, þar sem vegurinn er í sundur, taki einhverja daga.

Nýjast