Starfið gefandi en krefjandi

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

„Ég byrjaði að vinna hérna árið 1992. Það var þannig að Rauði krossinn valdi mig frekar en öfugt. Ég var frá vinnu vegna fótboltameiðsla þegar forveri minn í starfi féll frá og þá vantaði starfsmann. Þetta hefur verið frábær tími þó starfið geti stundum verið krefjandi, en það er líka gefandi“ segir Hafsteinn Jakobsson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Akureyri.

Bregðast við neyð

„Meginhlutverk hreyfingarinnar er að bregðast við hvers konar neyð, hvort heldur er af náttúru- eða mannavöldum og standa vörð um að aðstoða þá einstaklinga og/eða hópa sem verst eru staddir. Félagslegt hjálparstarf felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu.Við höldum töluvert mörg skyndihjálparnámskeið hérna á svæðinu, í langflestum tilvikum hjá fyrirtækjum.“

Hjálp í kjölfar áfalla

Það getur tekið mikinn toll af starfsfólki Rauða krossins að hjálpa öðrum þegar áföll dynja yfir og því mikilvægt að huga að þeim eftir slíka hjálp. „Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og tökum áföll inn á okkur,“ segir Hafsteinn Jakobsson.

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast