Lestur breytist yfirleitt um sumartímann og fólk velur sér kiljur og tímarit í meiri mæli en á öðrum árstímum, segir Sigrún Ingimarsdóttir bóksafnsfræðingur á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Hún segir að lestur ekki dragast saman á sumrin, vinsælt sé að taka nokkrar kiljur með sér í sumarbústaðinn eða útileguna. Við sjáum mikla aukningu í þessu og það á bæði við um íslenskar og erlendar kiljur. Þær eru léttar og þægilegar. Það sama gildir um tímaritin. Fólk grípur þau með sér, segir Sigrún.
Hún segir að spennusögur séu vinsælastar.
Þær hafa verið langvinsælastar undanfarin ár og margir virðast kjósa að lesa góða spennusögu í sumarbústaðnum.
throstur@vikudagur.is