Ég man þegar ég var yngri og engir gemsar voru til, engar tölvur, engin var á endalausu ..snappi" þegar að honum leiddist og krakkar fóru út og léku sér.
Fóru í feluleik,fallna spítu, húla hopp, parís og marga skemmtilega leiki. Þá var það þannig að ef þú vildir hafa upp á vinunum þá hringdi maður bara strax eftir skóla eða á matmálstíma , ekkert mál. Í dag en öldin önnur, Það er enginn maður með mönnum nema eiga nýjasta símann með öllum öppunum sem hægt er að troða í þessi tæki. Best er að eignast sem flesta fylgjendur sem geta fylgst með hverju spori þínu án þess þó að eiga við þig nein bein samskipti eða hitta þig í daglegu lífi.
Mikið ofboðslega þykir mér þetta sorgleg þróun og það sem meira er allur sorinn ,mannfyrirlitningin og úthúðun sem oft fylgir þessari tækniþróun.
Það er ýmislegt sem ég hef séð á netinu sem á að flokkast undir samskipti sem mér hryllir við. Þetta kemur frá fólki í orðaskiptum en mun aldrei vera sagt auliti til auglitis við fólk þegar að það hittist. Ef það þá hefur einhver samskipti önnur en á netinu.
Fólk hreinlega hellir sér yfir náungan í skjóli tölvunar og netsins og hugsar ekkert um afleiðingar orða sinna. Börn eru brotin niður í skjóli síðna sem hægt er að koma með nafnlausar spurningar og athugasemdir við. Sálarlíf þeirra skilið eftir í molum jafnvel eftir fáeinar setningar. Þessi samskipti eiga eftir að móta viðkomandi barn og valda vanlíðan sem kannski fæstir gera sér grein fyrir. Því öll erum við jú misjöfn og mismunadi undirbúin fyrir ýmsar athugasemdir sem koma frá fólki. Þetta gera sé ekki alir grein fyrir.
Ertu yfirleitt að fatta hvað þú ert að segja? Gerir þú þér grein fyrir því að þó svo margir séu sperrtir með sig og upprifnir á almannafæri þá gæti þarna verið á ferð einstaklingur sem á við einhver vandamál að stríða? Er jafnvel að glíma við eitthvað sem þú hefur ekki hugmynd um og er ekkert í ástandi til að taka við einhverjum óhróðri hvort sem er í gríni og alvöru.
Það sem einum finnst grín getur öðrum fundist fúlasta alvara og tekið hvert orð inn á sig. Vanlíðanin jafnvel orðið svo yfirþyrmandi að viðkomandi kemst í svo annarlegt sálarástand að hann lokar sig af. Viðkomandi fær taugaáfall og í versta falli íhugar og eða framkvæmir sjálfsmorð. Já það er ömurlegt að hugsa til þess en við höfum dæmi um það að börn niður í ellefu ára hafa tekið líf sitt vegna vanlíðanar og eineltis. Ég sem foreldri hef orðið vitni að því að ómerkilegustu athugasemdir hafa valdið gráti og vanlíðan. Þegar viðkomandi hefur verið spurður um þessa og hina athugasemdina að þá er svarið ,,hva þetta var bara djók!" En grín sem sagt er í fljótfærni er kannski bara ekkert fyndið þó svo að þér finnnist það þegar þú skrifar það. Finnst mér því að við ættum að gæta orða okkar og minna börnin okkar á að það sem skrifað er getur sært. Ef þú myndir ekki vilja að það væri sagt við þig, segðu það þá ekki við aðra. Alls ekki fela þig á bak við vefinn .
Vertu heiðarlegur í samskiptum við aðra, gættu orða þinna og komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig ."
Sædís Ingimars