23. maí, 2008 - 10:49
Fréttir
Jón Eggert Bragason hefur hafið störf í menntamálaráðuneyti sem verkefnastjóri við að undirbúa stofnun nýs framhaldsskóla
við utanverðan Eyjafjörð, nánar tiltekið í Ólafsfirði.
Jón er kennari og fagstjóri í stærðfræði við Menntaskólann í Kópavogi og hefur fengið tímabundið leyfi frá
þeim störfum. Á síðasta ári skipaði menntamálaráðherra stýrihóp til að undirbúa að stofnun framhaldsskóla
við utanverðan Eyjafjörð til að móta hugmyndir um námsframboð og staðsetningu fyrirhugaðs skóla. Stýrihópurinn hefur unnið
að framgangi málsins í samstarfi við heimamenn. Samkomulag liggur nú fyrir milli sveitarfélaga við Eyjafjörð um að nýr skóli
verði staðsettur á Ólafsfirði og að stefnt skuli að því að skólahald hefjist haustið 2009, segir í vefriti
menntamálaráðuneytisins.