Skammtímasamningur líklegastur

Björn Snæbjörnsson / mynd Karl Eskil
Björn Snæbjörnsson / mynd Karl Eskil

Endanlega verður gengið frá kröfugerð Einingar-Iðju á mánudaginn vegna komandi kjarasamningaviðræðna, en almennir kjarasamningar renna út í lok nóvember. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju er jafnframt formaður Starfsgreinasambands Íslands. Hann sér fyrir sér skammtímasamning.

„Vegna óvissu í fjármálum hins opinbera tel ég líklegast að gerður verði skammtímasamningur, hugsanlega til sex eða níu mánaða. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu miklu fyrir síðustu kosningar og þurfa visst svigrúm til að standa við gefin loforð. Síðan er spurningin hvernig fjárlagafrumvarpinu verður lokað, með auknum álögum eða niðurskurði. Allt þetta hefur auðvitað áhrif á kjaraviðræðurnar. Ég er uggandi yfir framtíðinni og tel því óráðlegt að semja til tveggja eða þriggja ára.“

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags, sem kemur út síðar í dag

Nýjast