Rúnar Ísleifsson ráðinn skógarvörður á Vöglum

Rúnar Ísleifsson
Rúnar Ísleifsson

Rúnar Ísleifsson skógverkfræðingur hefur verið ráðinn skógarvörður á Norðurlandi frá og með 1. apríl næstkomandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Fjórir sóttu um og af þeim var Rúnar metinn hæfastur. Rúnar tekur við starfinu af Sigurði Skúlasyni sem verið hefur skógarvörður á Vöglum frá 1987.

Rúnar er skógverkfræðingur að mennt. Hann lauk grunnnámi í skógrækt frá Östboskolan í Värnamo í Svíþjóð 1986 og prófi í skógtækni frá sama skóla tveimur árum síðar. Árið 1989 lauk hann svo B.Sc.-prófi í skógverkfræði frá sænska landbúnaðarháskólanum, í Skinnskatteberg. Hann hefur viðamikla reynslu af skógræktarstörfum hérlendis og þá aðallega á Austur- og Norðurlandi.

Nýjast