Ólga innan Háskólans á Akureyri

Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

„Það er tæplega hægt að tala um að niðurstaða kosninganna endurspegli vilja deildarinnar,“ segir starfsmaður hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri um niðurstöðu kosninga innan fræðasviðsins um stöðu forseta sviðsins í vikunni.

Fimm sóttu um stöðuna og einn dró síðan umsókn sína til baka. Í leynilegri kosningu fékk Ólína Þorvarðardóttir 16 atkvæði og sömuleiðis Rögnvaldur Ingþórsson. Sigrún Stefánsdóttir fékk 13 atkæði.

Kosið var síðan á milli Ólínu og Rögnvaldar og fékk Ólína þá 20 atkvæði , en Rögnvaldur 19 atkvæði. – Báðar atkvæðgreiðslurnar voru leynilegar, en það er er síðan rektors skólans að skipa í stöðuna. Hann styðst meðal annars við úrtslit kosninganna og sömuleiðs við álit dómnefndar.

 „Það furðulega við þetta mál er að sjö starfsmenn sem staddir voru á Akureyri fengu að taka þátt í fyrri atkvæðagreiðslunni með því að kjósa utan kjörfundar. Þeir starfsmenn sem ekki voru staddir á Akureyri einhverra hluta vegna, höfðu ekki vitneskju um að hægt væri að kjósa með þessum hætti,“ segir stafsmaðurinn.

„Þetta er mjög óvenjulegt og síðan bætist við að ekki var leyfð utankjörfundarkosning í síðari umferðinni. Það er því ekki ofsögum sagt að ólga ríki innan veggja skólans vegna þessara kosninga og óvíst hvernig mál þróast á næstu dögum,“ segir starfsmaðurinn.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast