Nýtt fiskveiðirár hafið

Nýtt fiskveiðiár hófst í gær, 1. september. Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki, samtals 381.341 tonni í þorskígildum, miðað við nærri 349 þúsund þorskígildistonn á nýliðnu fiskveiðiári.  

Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er. Alls fá 488 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða einum fleiri en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 11,2% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,8% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár.

Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13.3% af heildinni samanborið við 14,2% í fyrra.

Nýjast