Nýnemar í VMA boðnir velkomnir með hátíð

Verkmenntaskólinn á Akureyri ákvað að söðla um í móttöku nýnema í ár og í stað busavígslna sem ganga út á að niðurlægja nýnema með sóðalegum böðum var ákveðið að halda hátíð þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir. Hátíðin stendur í heila viku með ýmsum uppákomum en hápunktur hátíðarinnar er í dag, fimmtudag. Kjallara VMA var breytt í draugahús og á flötinni sunnan við skólann hefur verið komið upp mörgum skemmtilegum tívolitækjum.

"Bæði nýnemar og þeir sem eldri eru virðast vera ánægðir með þessa stefnubreytingu og afar stoltir að því að VMA sé fyrstur íslenskra framhaldsskóla til að stíga þetta skref til fulls," segir Elísabet Ósk Magnúsdóttir kynningarfulltrúi Þórdunu, nemendafélags VMA.

Nýjast