„Njótum þess að veita samborgurum okkar þjónustu.“

Sigríður Ágústsdóttir og Guðbjörg Inga Jónsdóttir
Sigríður Ágústsdóttir og Guðbjörg Inga Jónsdóttir

Konur í Soroptimistaklúbbi  Akureyrar hafa í um þrjá áratugi farið með bækur heim til fólks á Akureyri, sem einhverra hluta getur ekki sótt þær á Amtsbókasafnið, en hefur ánægju af lestri. Þetta er nokkuð stór hópur og við tökum gömlu bækurnar til baka. Starfsfólk Amtsbókasafnsins sér um að taka við pöntunum og þessi samvinna hefur gengið afskaplega vel,“ segja þær Guðbjörg Inga Jósefsdóttir formaður klúbbsins og Sigríður Ágústsdóttir fyrrverandi formaður.

„Þetta er nokkuð stór hópur og við tökum gömlu bækurnar til baka. Starfsfólk Amtsbókasafnsins sér um að taka við pöntunum og þessi samvinna hefur gengið afskaplega vel,“ segja þær Inga og Sigríður.

„Áður fyrr veittum við þessa þjónustu vikulega, en í dag þykir nóg að fara með bækurnar hálfsmánaðarlega heim til fólks.“

Þetta fellur væntanlega í góðan jarðveg?

„Já, því máttu trúa. Við höfum farið með bækur til ansi margra í gegnum tíðina og sumum hafa konur kynnst, eins og gengur og gerist. Þetta er ákaflega þakklátt verkefni og við njótum þess að veita samborgurum okkar þessa þjónustu.“

Í prentútgáfu Vikudags er fjallað um Soroptimistaklúbb Akureyrar

Nýjast