Mýflug kaupir flugvél
Mýflug hefur gert samning um kaup á King Air B200 flugvél, sem ætlað er að leysa TF-MYX af hólmi, sem brotlenti fyrr í mánuðinum. Nýja flugvélin er hin glæsilegasta, smíðuð árið 1999 og búin bestu tækjum sem völ er á, segir í tilkynningu frá Mýflugi.
Við tekur að ljúka fjármögnun vélarinnar, koma henni til íslands, innrétta hana til sjúkraflugs og skrá hana á flugrekstrarleyfi félagsins.
Þegar MYX fórst var viðhald vélarinnar samkvæmt áætlun og endin viðhaldsverk eða tæknileg atriði útistandandi, segir jafnframt í tilkynningunni. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hæf til flugsins. Flugvakt hafði verið stutt og nægur tími gefist til hvíldar fyrir hana. Veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti hafði verið tekið til flugsins.