Mikill aðstöðumunur á milli skóla
Misjafnar aðstæður eru á milli grunnskóla Akureyrar til íþróttakennslu og bærinn býr yfir bestu aðstæðum á landsvísu en jafnframt afar slökum. Staða íþróttakennara til að uppfylla hæfnisviðmið aðalnámskrár eru einnig mjög mismunandi. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhannesar G. Bjarnasonar íþróttafræðings frá Háskólanum á Akureyri.Úttektin náði til sjö grunnskóla.
Niðurstöðurnar koma mér alls ekki á óvart. Fólk hefur sofið á verðinum og ekki litið á íþróttir sem veigamikinn þátt í skólastarfinu. Samkvæmt rannsóknum er virðing fyrir íþróttakennslu oft lítil og þessum hugsunarhætti þarf að breyta, segir Jóhannes.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags