Mikil fækkun í kennaranám

Lítil aðsókn í kennaranám er á meðal nýnema við Háskólann á Akureyri en einungis 15-20 nemendur hófu nám þar í haust. „Þetta eru mun lægri tölur en við erum vön að sjá. Þegar best lét voru yfir 50 nýir nemendur að hefja kennaranám á haustin,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri HA. Hún segir fallið megi að stórum hluta rekja til umræðunnar um námið undanfarið.

Ný lög um kennaranám tóku gildi árið 2008, en í þeim felst meðal annars að skyldunám kennara er lengt úr þremur árum í fimm. „Svo hafa launamál kennara einnig verið talsvert í umræðunni en þau þykja lág. Þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við. Það þarf hins vegar að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Dagmar.

 

throstur@vikudagur.is

Nýjast