Meirihlutinn myndi falla

Akureyri/mynd Þröstur Ernir
Akureyri/mynd Þröstur Ernir

L-listinn á Akureyri fengi 13,5 % atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn, ef gengið yrði til bæjarstjórnarkosninga nú. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir blaðið.

L-listinn fékk 45 % atkvæða í síðustu kosningum og sex bæjarfulltrúa og er því með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Björt framtíð kæmi ný inn í bæjarstjórn með 16% atkvæða og tvo menn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi, eða 20,7%, og þrjá menn kjörna. VG fengi 16% og tvo menn, Framsóknarflokkurinn 15,6% og tvo menn og Samfylkingin 11% og einn mann. Bæjarlistinn fengi aðeins 1,7% atkvæða, myndi missa sinn eina mann í dag. Hinir minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn eru núna með einn mann hver.

Ítarlega er greint frá niðurstöðu skoðanakönnunarinnar í Morgunblaðinu í dag

Nýjast