LA réttu megin við núllið

Ragnheiður Skúladóttir/mynd Karl Eskil
Ragnheiður Skúladóttir/mynd Karl Eskil

Aðalfundur Leikfélags Akureyrar  verður haldinn í nóvember. Slæmur fjárhagur hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum, en Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri segir að síðasta leikár komi út réttu megin við núllið.

„Við erum auðvitað gríðarlega ánægð, fjárhagur félagsins hefur tekið jákvæðum breytingum. . Við förum þess vegna keik inn í komandi leikár.

Hversu miklu ráða peningar í verkefnavali?

„Þeir ráða heilmiklu, það sást ágætlega á síðasta leikári. Til dæmis það að fjórir leikarar voru fastráðnir og voru í öllum okkar uppfærslum. Við höfðum ekkert svigrúm til að ráða utanaðkomandi fólk, en í ár er staðan sem betur fer önnur og kemur það fram í fjölbreyttara leikári,” segir Ragnheiður.

karleskil@vikudagur.is

 

Nánar er rætt við hana í prentútgáfu Vikudags

Nýjast