Kennslurjóður breyttist í fíkniefnabæli

Síðuskóli á Akureyri hefur hætt við notkun útikennslustofu í skógarlundi norðan við skólann þar sem fíkniefnaneytendur voru farnir að venja komur sínar á staðinn.

„Skólinn var búinn að leggja talsverða vinnu í þetta svæði og t.d. var búið að leggja stíga og setja upp bekki. Það voru heilmikil plön hjá skólanum um þennan stað og leiðinlegt að svona skyldi fara,“ segir Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri í Síðuskóla í samtali við Vikudag.

Í sumar fékk starfsfólk skólans ábendingu um að óprúttnir aðilar væru farnir að leggja leið sína á staðinn.

„Það var búið að brjóta húsgögn og greinileg ummerki voru um fíkniefnaneyslu. Þetta var sem sagt orðið að bæli fyrir ógæfufólk,“ segir Ólafur. Hann  segir nemendur skólans hafa verið mjög áhugasama um kennslurjóðrið og því svekkelsið mikið.

throstur@vikudagur.is

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast