KA burstaði Tindastól

Brian Gilmour skoraði eitt af mörkum KA í gær. Myndir/Sævar Geir.
Brian Gilmour skoraði eitt af mörkum KA í gær. Myndir/Sævar Geir.

KA valtaði yfir Tindastól í gær er liðin mættust á Akureyrarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 5-1 þar sem Ævar Ingi Jóhannesson skoraði tvívegis fyrir KA og þeir Brian Gilmour, Gunnar Valur Gunnarsson og Gunnar Örvar Stefánsson sitt markið hver. Mark Tindastóls skoraði Jordan Branco.

KA hefur 26 stig í áttunda sæti en Tindastóll 25 stig sæti neðar.

Nýjast