Hin árlega sleðahundakeppni Icehusky fer fram í Kjarnaskógi, Naustaborgum og Hömrum á Akureyri á morgun, laugardag. Alls eru 21 lið skráð til keppni. Barna- og unglingakeppnin hefst klukkan 10:00 en þar keppa sex lið í 800 m sleðahlaupi með einn hund. Opnir flokkar hefjast klukkan 12:00 og verður keppt í 20 km sleðahlaupi með 4-5 hunda, 10 km með 2-3 hunda og 5 km með tvo hunda. Ræst er frá Hömrum.