Holur í höggi á Jaðri
Sannkölluð draumahögg voru slegin á Jaðri, velli Golfklúbbs Akureyrar um helgina, er tveir kylfingar fóru holu í höggi. Það sem gerir þetta ennþá áhugaverðara er að báðir voru að keppa í VW Open og báðir fóru holu í höggi á 18. braut, einungis með um 30 mínútna millibili.
Steindór Kristinn Ragnarsson, vallarstjóri GA var fyrri til að slá draumahöggið en hafði ekki áður farið holu í höggi.
Valdemar Örn Valsson einnig úr GA sló svo skömmu síðar hitt draumahöggið á þessum einstaka degi, en hann var líka að fara í fyrsta skiptið holu í höggi.
Báðir kylfingar fengu aukaverðlaun fyrir glæsilegu höggin sín ásamt því að deila nándarverðlaunum.