"Búa þarf atvinnulífinu það góð skilyrði að Akureyri sé og verði eftirsóknarverður staður fyrir atvinnurekstur af öllu tagi. Ein stærsta forsenda fyrir vali fólks á búsetu er einmitt stöðugt og fjölbreytt atvinnulíf," skrifar Elías Gunnar Þorbjörnsson í prentútgáfu Vikudags. Hann sækist eftir 3.-4 . sæti í prófjkjöri sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
"Það er gott að búa á Akureyri og við höfum mikil tækifæri til vaxtar í framtíðinni t.d. með tilkomu hafnar við Dysnes sem þjónað getur mögulegum umsvifum við Grænland o.s.frv. Til þess að þessi áform geti orðið að veruleika þurfa innviðir sveitarfélagsins að vera nógu öflugir til að geta þjónustað þessi verkefni og önnur er kunna að bjóðast. Í þessu samhengi er stuðningur við áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu mikilvægur og má þar nefna uppbyggingu í Hlíðarfjalli sem spennandi verkefni," skrifar Elías.