Hjartað í Vatnsmýri með hópmyndatöku í dag

Félagið Hjartað í Vatnsmýri ætlar í dag að mynda 600 manns fyrir framan þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvél Mýflugs. Njáll Trausti Friðbertsson talsmaður félagsins segir að tilgangur myndatökunnar sé fyrst og fremst að sýna með táknrænum hætti þann fjölda sem þarf á sjúkraflugi að halda á hverju ári.

Myndatakan verður á Akureyrarflugvelli klukkan 16:00 og biður Njáll Trausti sjálfboðaliða að mæta í flugstöðina.

Nýjast