Hagnaður Samherja í fyrra nærri 16 milljarðar

Anna EA 305 er nýjasta skip Samherja/mynd Karl Eskil
Anna EA 305 er nýjasta skip Samherja/mynd Karl Eskil

Aðalfundur Samherja var haldinn á Akureyri í gær. Tekjur samstæðunnar voru hátt í 90 milljarðar í fyrra og hækkuðu um 10 milljarða miðað við árið á undan. Hagnaðurinn var 15,7 milljarðar króna og hafa allar einingar samstæðunnar skilað hagnaði í fjögur ár í röð.

„Afkomutölur Samherja og erlendra dótturfélaga fyrir árið 2012 eru góðar og betri en ég gerði mér vonir um,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

„Ég hef sagt það áður og segi það enn að sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein og velgengni þar byggist að stórum hluta á þekkingu starfsfólksins, hvort heldur er í veiðum, vinnslu eða markaðssetningu. Árangur okkar er enn markverðari þegar haft er í huga að á sama tíma hafa harkalegar og tilefnislausar aðgerðir Seðlabanka Íslands gert starfsfólki og samstarfsaðilum um allan heim erfitt um vik. Nú sem fyrr hefur komið í ljós að þegar einvalalið leggst saman á árarnar er hægt að ná afbragðsárangri,“  segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í tilkynningu.

Nánar um afkomu Samherja í prentútgáfu Vikudags í dag

Nýjast