Umferðarljósin við gatnamót Glerárgötu, Borgarbrautar og Tryggvabrautar á Akureyri eru úrelt og þykja hættuleg umferðinni. Vikudegi hafa borist fjölmargar ábendingar frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum við gatnamótin, en m.a. gætir ósamræmis í umferðarljósunum.
Ekkert grænt ljós er fyrir þá bíla sem koma úr austurátt og taka beygju norður, sem getur valdið ruglingi hjá ökumönnum. Ljósin eru í eigu Vegagerðarinnar. Akureyrarbær hefur þrýst á Vegagerðina um útbætur án árangurs.
throstur@vikudagur.is
Í prentútgáfu Vikudags er nánar fjallað um þetta mál og m.a. rætt við lögregluna á Akureyri og bæjartæknifræðing Akureyrarbæjar.