Greið leið til framfara

"Á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi og unnið náið með Ólafi Jónssyni, bæjarfulltrúa og oddvita flokksins hér í bæ. Í haust tilkynnti Ólafur eftir nokkurra ára óeigingjarnt og ötult starf fyrir bæinn að hann myndi ekki óska eftir endurkjöri. Mikil eftirsjá verður af honum eins og öllum góðum mönnum sem ber að þakka fyrir vel unnin störf á vettvangi sveitarstjórnarmála," skrifar Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í grein í prentútgáfu Vikudags.  

"Með beinni aðkomu að málefnum Akureyrarbæjar hef ég átt greiðari leið en áður að tala fyrir þeim málefnum sem ég tel mikilvæg fyrir bæinn. Á þessum stutta tíma sem ég hef gegnt sem varabæjarfulltrúi hef ég lagt mikla áherslu á samgöngubætur  m.a.:

    • Styttingu þjóðvegarins á milli Akureyrar og Reykjavíkur
    • Uppbyggingu Akureyrarflugvallar með áherslu á nýtt flughlað
    • Millilandaflug um Akureyrarflugvöll
    • Vaðlaheiðargöng
    • Nýjan Kjalveg
    • ...og síðast en ekki síst að tilvist Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni verði tryggð. Það mál hefur verið í forgangi hjá mér síðasta hálfa árið eftir að ég kom að stofnun baráttuhópsins Hjartað í Vatnsmýrinni," skrifar Njáll Trausti
    • Greinin

 

Nýjast