Eva Hrund Einarsdóttir viðskiptafræðingur sækist eftir öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, kosið verður um sex efstu sætin í prófkjöri flokksins 8. febrúar.
Eva er starfsmannastjóri hjá Lostæti og rekur fyrirtækið EXEDRA, sem er tengslanet fyrir konur.
Á heimasíðu sinni segist Eva leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórnun, atvinnumál, fjölskyldumál og valfrelsi í skólamálum.
Ég hef ávallt talað fyrir mikilvægi fjölbreytileikans og hefur mér þótt vöntun á ungum konum í pólitík. Síðustu ár mín hef ég að hluta til tileinkað því að hvetja og styrkja konur til áhrifa en nú er kominn tími til að stíga sjálf fram og fylgja eigin orðum, segir Eva á heimasíðu sinni.