Það var líf og fjör á KA-svæðinu um liðna helgi þegar N1-mótið í knattspyrnu fór fram. Strákarnir í 5. flokki voru í aðalhlutverki en alls voru 1400 keppendur á mótinu frá félögum um allt land. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós á mótinu og aldrei er að vita nema þarna hafi leynst einhverjar af vonarstjörnum íslenskrar knattspyrnu. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir.