"Okkur langar til þess að vekja athygli á einelti og afleiðingum þess, segir Þórkatla Haraldsdóttir nemandi í VMA. Hún ásamt Söndru Ósk Guðlaugsdóttur, nemanda í 10. bekk Glerárskóla, standa fyrir athöfn gegn einelti á Akureyri í kvöld undir yfirskriftinni We Care. Athöfnin hefst kl. 18:00 með kertaathöfn á Ráðhústorgi þar sem útikerti verða til sölu á 300 krónur stykkið og mun allur ágóðinn renna óskertur til geðdeildar FSA.
Athöfnin er til þess að minnast allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg og til að sýna þeim sem eru lagðir í einelti og líður illa sökum þess að þau séu ekki ein. Við viljum sýna í verki samstöðu gegn einelti, segja þær.
Nánar er rætt við þær Þórkötlu og Söndru í prentútgáfu Vikudags.