Dr. Astrid E. J. Ogilvie ráðin sem NANSEN prófessor við Háskólann á Akureyri

Astrid E. J. Ogilvie
Astrid E. J. Ogilvie

Dr. Astrid E. J. Ogilvie hefur verið ráðin í stöðu“ NANSEN- Professorship“ sem er staða  rannsóknarprófessors í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri. Staða er til eins árs og tekur Astrid  við stöðunni  1. febrúar næstkomandi.

Astrid E. J. Ogilvie var valin hæfust til að gegna stöðunni úr hópi 17 umsækjenda víðs vegar að úr heiminum. Sérstök valnefnd lagði mat á umsóknirnar. Hana skipuðu dr. Sigurður Kristinsson prófessor við Háskólann á Akureyri, dr. Guðmundur Alfreðsson prófessor við Robert Schuman háskólann í Strasbourg, Frakklandi,  ásamt dr. Gunhild Hoogensen Gjørv, dósent við háskólann í Tromsö, Noregi.

Astrid Ogilvie starfar nú  við Institute of Arctic and Alpine Research, háskólanum í Colorado í Boulder, USA og einnig við Framsenteret, High North Research Centre for Climate and the Enivironment í Tromsö. Þá er Astrid vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

 

Nýjast