Dögun vill bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum
Aukalandsfundur Dögunar leggur áherslu á að Dögun verði þátttakandi/aðili að framboðum til sveitarstjórna. Þátttaka getur verið með sjálfstæðu framboði undir merkjum Dögunar eða í gegn um íbúasamtök og málefnahreyfingar eða í bandalagi við stjórnmálaflokka og önnur samtök kjósenda sem deila mikilvægum áherslum. Í fámennari sveitarfélögum hvetur fundurinn til þess að einstakir félagar Dögunar og/eða stuðningsmenn sæki sér styrk til samstarfs á vettvangi Dögunar og til stefnumála eftir því sem slíkt getur orðið góðum málstað til framdráttar, segir í tilkynningu frá Dögun.
Á fundinum var kynnt könnun frá Félagsvísindastofnun varðandi það hver yrðu helstu mál sveitarstjórnarkosninganna. Nærri 30% svarenda virðast tilbúin að íhuga að kjósa Dögun á sama tíma sem 40% útiloka þann möguleika fyrirfram.