Bjarni Gunnarsson frá Grenivík sér um matarkrók vikunnar. Þrátt fyrir að vilja helst bjóða upp á marineraðan sel eða höfrung í hvert mál þá ætla ég að deila öðru sjávarfangi með lesendum í þetta sinn.
Blálanga með hvítlauk og
steinselju fyrir 2-4
Ég er að verða hrifnari af blálöngu en skötusel, finnst blálangan sorglega vanmetin.
800 g blálanga, skorin í 4 bita
1 dl olía (ég nota nú bara Wesson
vegetable oil af því að hún er alltaf til
heima fyrir poppkornið)
3 msk. sítrónusafi
3 msk. fiskikrydd
Salt og pipar
3 pressuð hvítlauksrif
Poki af steinselju, söxuð í smátt
Blanda saman olíu, sítrónusafa, hvítlauk, kryddi og steinselju og marinerið fiskinn með þessu og látið liggja í 1
klst. Steikið á vel heitri pönnu í hámark 5 mínútur á hvorri hlið. Okkur finnst gott að grilla eða steikja sætar kartöflur og hafa með, salat og kalda sósu t.d. úr sýrðum rjóma.
Lauksalat fyrir 4
Þetta er það einfaldasta í heimi, gott
með öllu.
Einn laukur, saxaður (ekki of
smátt). Kryddað með salti og pipar.
Hrært saman með sýrðum rjóma
og/eða majónesi eftir smekk.
Stráið svolitlu af grófu salti yfir.
Fiskisalat
Snilld ef afgangur er af fiski eftir síðustu máltíð, t.d. lúðu ef menn komast
í tæri við hana en annars hvað sem er. Við bjóðum gestum ferðaþjónustunnar á Vegamótum þetta oft, þegar vel liggur á okkur og salatið vekur alltaf lukku. Magn og hlutföll eftir smekk hvers og eins. Fiskurinn stappaður með gaffli
eða settur í blandara. Kryddaður (ef ekki er nægt krydd á honum fyrir), t.d. salt og pipar. Smátt saxaður rauðlaukur. Öllu blandað saman og hrært með sýrðum rjóma og/eða majónesi. Best ofan á rúgbrauð njótið.