Akureyringar heiðra Alfreð Gíslason í dag

Alfreð Gíslason í leik með KA gegn Þór veturinn 1978-79 og þrumar boltanum að markinu.
Alfreð Gíslason í leik með KA gegn Þór veturinn 1978-79 og þrumar boltanum að markinu.

Alfreð Gíslason hlýtur heiðursviðurkenningu Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrar árið 2013. Alfreð á glæsilegan feril að baki sem handknattleiksmaður og þjálfari og á ríkan þátt í uppgangi handboltans á Akureyri. Alfreð verður sæmdur heiðursviðurkenningu íþróttaráðs Akureyrar og Afrekssjóðs Akureyrar við hátíðlega athöfn síðar í dag.

Undir stjórn Alfreðs náði KA sínum besta árangri; varð bikarmeistari í tvígang og Íslandsmeistari og deildarmeistari. Alfreð hefur frá árinu 1997 þjálfað í Þýskalandi og m.a. gert Magdeburg og Kiel að Þýskalands- og Evrópumeisturum. Alfreð þjálfar lið Kiel í dag og þykir einn sá færasti í sínu fagi.

Nýjast