Akureyri minnir Reykjavík á ábyrgð og skyldur
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi í gær bókun um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Vegna tillögu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarstjórn Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til og frá Reykjavík eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar. Með tillögunni er verið að rýra aðgengi fólks að þessari þjónustu, segir í ályktun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórnin lýsir jafnframt yfir vilja sínum til viðræðna við borgaryfirvöld um málið.
Bæjarstjórnin samþykkti bókunina með elleftu samhljóða atkvæðum.