Akureyrarbær þarf að greiða 55 milljónir

Akureyrarbær hefur, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu Svefni og heilsu, tæpar 55 milljónir króna vegna vanreiknaðra eignarnámsbóta. Bæturnar eru vegna eigna sem teknar voru eignarnámi þegar verslunarmiðstöðin Glerártorg var stækkuð. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv.

Árið 2008 tók Akureyrarbær eignarnámi hluta af byggingum í eigu Svefns og heilsu ehf. á Gleráreyrum sem samkvæmt deiliskipulagi urðu að víkja vegna stækkunar verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs. Meðal annars var um að ræða tengibyggingu á milli Glerártorgs og verslunarinnar Húsgögnin heim, sem var í eigu Svefns og heilsu.

 

Fréttina má sjá í heild sinni hér  

Nýjast