Í dag verður austlæg átt á Norðurlandi eystra, 3-10 m/s, en 10-15 á annesjum austast. Dálítil rigning eða slydda, einkum A-til. Austan 8-13 og slydda eða rigning á morgun. Frostlaust við sjávarsíðuna, en annars kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast á annesjum A-til. Rigning eða slydda á A-verðu landinu og hiti 0 til 5 stig, en annars él og hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Hæg sunnanátt og úrkomulítið framan af degi, en gengur síðan í suðvestan 8-15 m/s með slyddu eða snjókomu S- og V-lands. Hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Sunnan- og suðvestan 8-13 m/s og él framan ef degi, en síðan vaxandi suðaustanátt með snjókomu eða slyddu S-til um kvöldið. Frostlaust með S-ströndinni, en annars vægt frost.
Á föstudag:
Suðlæg átt og slyddu- eða snjóél, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmarki.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestlæga og vestlæga átt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið A-lands. Hiti nálægt frostmarki.
Á sunnudag:
Gengur líklega í norðanátt með snjókomu eða éljagangi N- og A-lands. Fremur svalt í veðri.