Advania sér um upplýsingatæknina fyrir Akureyrarbæ

Frá undirskrift samningsins/mynd Þorgeir Baldursson
Frá undirskrift samningsins/mynd Þorgeir Baldursson

Akureyrarbær og Advania hafa undirritað samning um að Advania taki að sér rekstur og framþróun á upplýsingatæknikerfum bæjarins og stofnana hans til næstu fimm ára.

Kerfi bæjarins verða hýst í hýsingarsal Advania á Akureyri en alls starfa 35 manns hjá Advania á Akureyri. Verkefnið rennir því frekari stoðum undir starfsemi Advania í höfuðstað Norðurlands. Samningurinn felur í sér að Advania tekur að sér rekstur og hýsingu á miðlægum kerfum, ásamt því að sjá um gagnageymslur bæjarins, gagnaafritun, eftirlit með kerfum, netsamband og Internetþjónustu. Jafnframt mun Advania þjónusta 1.200 starfsmenn bæjarins við tölvunotkun þeirra, segir í tilkynningu frá Advania.

Nýjast