Aðalfundur Leikfélags Akureyrar

Ragnheiður Skúladóttir
Ragnheiður Skúladóttir

Aðalfundur Leikfélags Akureyrar verður haldinn í kvöld. Þetta er 40. aðalfundur félagsins, eftir að LA var gert að atvinnuleikhúsi.  "því ágætt tilefni til að líta um öxl, en einnig fram á veg.  Frá árinu 1973 hefur Leikfélagið sviðsett yfir 160 leikverk og þegar horft er til uppsetninganna sést að yfirleitt hefur listrænn metnaður og djörfung einkennt starfið. Sígild verk á borð við Don Juan, Kristnihald undir Jökli, Sölumaður deyr og Hamlet hafa verið færð á svið, einnig Stalín er ekki hér, Silfurtunglið, Ökutímar og Fló á skinni svo fáein séu nefnd," skrifar Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri.

Staðarstolt

"Hugtakið „staðarstolt“ hefur verið okkur hjá LA ofarlega í huga. Við teljum þannig mikilvægt að hlúa að sérstöðu okkar frekar en að líta á hana sem hindrun. Með því að nýta okkur smæðina getum við mótað starfsemina á okkar eigin forsendum, ljáð verkefnum víðari skírskotun og náð að vekja athygli út fyrir okkar næsta nágrenni," segir Ragnheiður í grein sinni.

Fundurinn verður haldinn á Borgarasal  Samkomuhússins og hefst klukkan 20:00

 

Grein Ragnheiðar

 

 

 

Nýjast