90 % vita hver er trúnaðarmaður á vinnustað

Samkvæmt könnun Einingar-Iðju í Eyjafirði segjast 89.8 % félagsmanna vita hver sé trúnaðarmaður þeirra á vinnustað. Af þeim 1.312 sem svöruðu sögðust 43 % leita til trúnaðarmanns, sé aðstoðar þörf. Fjórðungur sagðist leita til vinnufélaga og svipað hlutfall sagðist leita til skrifstofu félagsins.

Eining-Iðja undirbýr um þessar mundir kröfugerð í tengslum við komandi kjarasamninga. Flestir félagmenn segja að aukinn kaupmáttur sé efstur á blaði, þar á eftir kemur launahækkun í krónutölu og í þriðja sæti er hækkun skattleysismarka.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast