61.000 þúsund hafa skrifað undir
Hjartað í Vatnsmýri hefur nú safnað rúmlega 61 þúsund undirskriftum á vefnum lending.is þar sem skorað er á borgarstjórn og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar. Í Icesave söffnuninni voru undirskriftirnar liðlega 56 þúsund.
Í gær var efnt til hópmyndatöku á Akureyrarflugvelli, til að undirskrika þann fjölda sem fluttur er suður með sjúkraflugi.
Undirskriftasöfnunin verður haldið áfram næstu þrjár vikur.