4G þjónusta komin í loftið í Eyjafirði

Akureyri og nærliggjandi sveitir eru komnar í gott 4G netsamband, eftir að 4G sendar á vegum Vodafone voru formlega teknir í notkun í morgun.  4G þjónusta Vodafone nær til sumarhúsasvæða í nágrenni Akureyrar, en 4G sambandið er mjög gott í bænum þar sem bæjarbúar og ferðafólk getur nýtt sér þjónustuna.  

 Opnun 4G þjónustu Vodafone í Eyjafirði er hluti af uppfærslu á farsímakerfi Vodafone á Norðurlandi.  Auk 4G sendanna hefur hefðbundnum farsímasendum verið skipt út fyrir nýja af bestu gerð. Vinnu endurnýjun farsímasenda á Hálsi í Eyjafirði lauk á miðvikudag, en áður var búið að endurnýja senda í Víkurskarði, í Hörgárdal og Öxnadal.  Í dag eru tæknimenn Vodafone að störfum í Svarfaðardal, við útskiptingu á eldri sendum fyrir nýja og undirbúningur vegna 3G þjónustu fyrir Hrafnagil og nágrenni er í fullum gangi.

 

Vodafone veitir einnig 4G þjónustu á stórum svæðum á Suður- og Vesturlandi, þar sem megináherslan er lögð á að koma notendum orlofshúsa í gott netsamband á svæðum sem áður voru illa nettengd.

Nýjast