
Kvennalið Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistarar í íshokky
Kvennalið SA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratiltinn i íshokky þegar liðið lagði Fjölniskonur 1-0 i framlengdum leik í Skautahöllinni á Akureyri.
Það var Ragnhildur Kjartansdóttir sem skoraði markið mikilvæga á 62 mín. leiksins. Alls þurfti að sigra i 3 leikjum í úrslitum til þess að verða meistarar og SA konur gerðu sér lítið fyrir og unnu 3 leiki án þess að andstæðingar þeirra næðum einu sigri.
Þetta mun vera tuttugasti Íslandsmeistaratitill SA kvenna, glæsilegur árangur það.