Sumarfríið langþráða.

-Þarf ekki að kosta augun úr að hlaða batteríin
Eðlilega er tilhlökkun að brjóta upp hversdaginn og njóta sumarfrís með sínum nánustu. Stundum er búið að spenna upp væntingar þannig að margir upplifa vonbrigði og pirring frekar en að ná að hlaða batteríin og fylla minningarbankann af góðum og glöðum minningum.
Lesa meira

„Skjalda launar kálfi ofbeldið“

Mig langar að þakka ykkur öllum sem hafa lesið lokaorðin mín á undanförnum vikum. Það er mér sérstaklega ánægjulegt að einhverjum skuli þykja skemmtilegt að lesa það sem ég hef skrifað. En í þetta sinn ætla ég að vera bæði leiðinlegur og skrítinn. Það er mér hvort sem er tamara.

Lesa meira

Bíladagar

Dýrleif Skjóldal átti  Lokaorðið í blaðinu s.l. fimmtudag.

Lesa meira

Batnandi manni er best að lifa.

Það er að renna upp fyrir mér þessa dagana hvernig ég hlýt að koma öðru fólki fyrir sjónir. Einkum á það við þegar ég lít gleraugnalaus í spegil. Þá stend ég andspænis manni sem ég kannast lítið við. Skin og skúrar tilverunnar hafa markað andlitið og þau fáu hár sem eftir eru á höfðinu eru hvít að lit. Og ef ég geri þau reginmistök að snúa mér í kvart-hring fyrir framan spegilinn, þá sé ég að engu líkara en að maginn á mér hafi þjófstartað deginum og hafi náð að vera aðeins á undan mér fram úr svefnherberginu. Hann er ekki ósvipaður stefninu á nýju Samherjatogurunum og þótt svona stefni fari togskipum vel þá er þau ófögur sjón framan á mér. Ég þarf að horfast í augu við það að ég hef orðið að holdgervingi alls hins illa í mannlegri tilveru. Þó andlit mitt sé að mestu rautt og appelsínugult þá telst ég hvítur. Og þegar ég lít niður sé ég gripinn sem lætur lítið yfir sér en dugði þó til þess að þegar ég fæddist ákváðu færustu sérfræðingar að ég væri karlkyns. Ég er hvítur, miðaldra karlmaður. Ég fullkomna svo verkið með því að klæða mig í jakkafötin og luntast í vinnuna.

Lesa meira

Fróðir fjármálasnillingar og frábærar fyrirmyndir í Fjallabyggð

Mikilvægt að fjalla um það sem jákvætt er 

Lesa meira

Lokaorðið - Öfugsnúin tilvera og ný tækifæri

Af og til kemur lífið mér á óvart og í skaut mér falla viðfangsefni sem ég er ekki vanur. Sum þessi viðfangsefna hafa verið mér lítt sýnileg og ég stundum hef ég hreinlega ekki gert mér grein fyrir því að þau væru til. Þetta gerist helst þegar ég þarf að taka að mér að ganga í verk sem konan mín vinnur alla jafna. En nýjar aðstæður færa manni líka ný tækifæri.

Lesa meira

Þá er vorið loksins komið

Já vorið er sú árstíð sem ég elska mest. Sennilega er það líka ljótasta árstíðin. Allt skítugt, grasið gulbrúnt, tré og runnar berir. En svo breytist allt á augabragði. Og daginn sem sólgulur fífill brosir við mér, feit hunangsfluga flýgur framhjá, eða kónguló spásserar yfir borðið sem ég sit við, þá hellist þessi barnslega gleði og tilhlökkun vegna sumars sem er í vændum yfir mig. En besta vormerkið er án efa að það birtir.

Lesa meira

Dreptu mig …. Þú ert svo leiðinlegur röflari

Listin að rýna til gagns
Listin að rýna til gagns, eða gagnrýna með uppbyggilegum hætti er eitthvað sem við ættum að temja okkur og ekki forðast. Það má vissulega oft finna leiðir til að gera misgóða hluti enn betri, benda á það sem betur mætti fara. Koma með lausnir og hugmyndir um betri leiðir, það flokkast undir að vera lausnamiðaður og framsýnn.
Lesa meira

Kattafláning og kirkjuganga.

Það hendir mig stundum í hugsunarleysi að fara að hugsa um eitthvað sem dettur upp í hugann. Og þetta henti einmitt í dag.

Lesa meira

Páskasólin

Það styttist í Páska og því við hæfi að birta þessa sögu, þeim til viðvörunar sem hyggjast stunda þann innflutta ósið að fela páskaegg.

Lesa meira

Miðaldra í Mílanó

Æskuvinkonur

Ég er svo heppin að eiga frábærar æskuvinkonur. Saman höfum við gengið í gegnum súrt og sætt. Ég á líka vinkonur frá öðrum tímabilum úr lífinu, bæði úr námi, leik eða störfum. Það er einnig mikilvæg vinátta en byggð á öðrum grunni.

Lesa meira

Glamrið í glerhúsunum

Það hefur löngum þótt slæmur siður að kasta grjóti úr glerhúsi. Myndlíkingin skýr, glerinu rignir samstundis í höfuð þess sem kastar. Því er rétt að staldra aðeins við áður en grjótið er látið vaða.

Lesa meira

Lokaorðið Dugnaður er dyggð - Leti er löstur

Frá landnámi hefur vinnusemi verið okkur Íslendingum í blóði borið. Það er meginstef í sjálfum Íslendingasögunum að dugnaður sé dyggð en leti löstur. Það var í sjálfu sér eðlilegt í harðri lífsbaráttu, hvort sem var til sjávar eða sveita. Fólk þurfti að vera að vinna frá morgni til kvölds til að svelta ekki.

Lesa meira

Lokaorðið ,,Megir þú lifa áhugaverða tíma"

Þegar Kínverjar til forna vildu óska fjendum sínum ills óskuðu þeir þess að fjendurnir lifðu áhugaverða tíma. Sjálfur hef ég aldrei skilið þetta, því ég hef alltaf óskað þess að fá að lifa áhugaverða tíma. Áhugaverðum tímum fylgja langar nætur, mikil spenna og erfiðar áskoranir. Aðeins með því að mæta slíku geta menn kynnst sjálfum sér og öðlast styrk og þroska.

Lesa meira

Lokaorðið - Fnykur

Fyrir nokkrum árum var haldið í bæjarferð, með leikskólabarn og hormónafylltan ungling í aftursætinu. Ferðin gekk vel framan af, rifrildin í aftursætinu með minna móti og enginn bílveikur. Það er varla hægt að biðja um meira. Á miðri Svalbarðsströndinni fer bílstjórinn (Keli) að skammast yfir ógurlegum fnyk í bílnum. Þetta er nú meiri skítaksturinn alltaf hérna á ströndinni, örugglega nýbúið að bera á kúamykju eða hænsnaskít, eða bara hvort tveggja, þvílíkt og annað eins. Unglingurinn ranghvolfir augunum og frúin hristir hausinn; hvað er maðurinn eiginlega að tala um? Enginn annar í bílnum finnur lyktina. Merkingarþrungin þögn nokkra stund og þegar komið er fram hjá Svalbarðseyri telur bílstjórinn óhætt að opna glugga til að lofta út úr bílnum.

Lesa meira

Lokaorðið - Það er fullt af fórnarlömbum á Íslandi – ekki þú vera þar

  • Hættu þessu væli
  • Leggðu þig fram
  • Berðu virðingu fyrir fólki
  • Gerðu góðverk
  • Settu þér markmið
  • Þorgrímur Þráinsson, RUV, febrúar 2025
Lesa meira

Lokaorðið - Mannréttindi?

Ég reikna með því að flestir núlifandi Íslendingar séu sammála um að lýðræðið sé það stjórnarfar sem getur best tryggt farsæld og öryggi almennings. Það kemur enda ekki á óvart því að lýðræðið grundvallast á því sjónarmiði að valdið sé í raun í höndum almennings sem felur það tímabundið í hendur fulltrúa sem kosnir eru í frjálsum, reglulegum, almennum og leynilegum kosningu

 

m.

Lesa meira

Fyrirmyndir og jafnréttisbaráttan

Fyrirmyndin Vigdís

Í nýrri þáttaröð um frú Vigdísi Finnbogadóttir var brugðið upp viðkvæmri mynd af henni á yngri árum í persónulegu lífi. Hún hafði þó meira val en flestar konur á þessum tíma, lifði ekki við fátækt eða lítil efni eins og margur Íslendingurinn. Á þessum árum höfðu konur almennt ekki kost á langskólanámi, hvað þá erlendis. Það hlýtur eðli málsins samkvæmt að hafa haft áhrif á hennar val og hennar sterku skaphöfn.

Lesa meira

Vigdís og Súðavík

Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar.

 

Lesa meira

HVAÐ GAMALL NEMUR......

Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég verið brennandi áhugamaður um bíla og farartæki sem gengu fyrir sprengihreyfli. Mér þóttu stærri vélar alltaf eftirsóknarverðari og dreymdi um að eignast amerískan bíl með hestöflum sem telja mætti í hundruðum.

Lesa meira

Tónninn í þögninni.

Fyrir nokkrum árum kom fram hugtakið núvitund. Líkt og Íslendinga er siður helltum við okkur á kaf í málið og núvitund varð nýjasti plásturinn. Bjargráðið við óhófinu sem við höfum tileinkað okkur og kapphlaupinu um allt og ekkert. Óhóf kostar mikla peninga sem kalla á óhóflega vinnu og óhóf leiðir af sér heilsubrest, ekki síst andlega. Núvitund var lausnin við vanlíðan okkar svo við skelltum henni ofaná allt hitt.

Skárum ekkert niður og héldum keppninni áfram.

Lesa meira

Kalt svæði

Við, sem ekki ólumst upp við gæði hitaveitunnar, deilum ýmsum svölum minningum og lífsreynslu sem aðrir skilja ekki. Heitt vatn var takmörkuð auðlind, magnið sem hitadúnkurinn innihélt kólnaði við notkun og tók nokkra klukkutíma að hitna aftur. Það þýddi ekkert fyrir fjölskylduna í Höfða að drolla í sturtunni og líkamsþvottur heimilismanna var skipulagður út í ystu æsar.

 

Lesa meira

Þingför eða aðför?

Kjördagur nálgast óðfluga, frambjóðendur með þingmanninn í maganum keppast við að ná augum og eyrum kjósenda, það er engin gúrkutíð hjá fjölmiðlum landsins meðan á kosningabaráttu stendur. Og athygli beinist að sumum frekar en öðrum, stundum fyrir ábyrðarlausan málflutning, hnyttin slagorð eða jafnvel forkastanlega hegðun.

Lesa meira

Jólamatur fátæka mannsins

Einn af mínum allra uppáhalds fuglum er rjúpan.  Rjúpan nam hér land við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum og kom upprunalega frá Grænlandi.

Hún á sér lengri forsögu hér en við. Mér finnst hún ekki bara falleg, hún er brögðótt, á 3 alklæðnaði og  þegar hún ver unga sína, þá sýnir hún vanmetna vitsmuni.

Lesa meira

KOSNINGARÉTTUR

Við vanmetum oft það sem þykir sjálfsagt!

Árið 1843 rak kosningaréttur fyrst á fjörur okkar Íslendinga með tilskipun Kristjáns VIII, en eingöngu til karlmanna eldri en 25 ára sem áttu jörð. Það var um 2% íslensku þjóðarinnar.

Árið 1857 var ekki lengur þörf á að eiga jörð, nægjanlegt að búa á eigin heimili og borga skatta. Konur virtust ekki vera landsmenn á þessum tíma.

Lesa meira

SAKLEYSIÐ

Öll komum við saklaus inn í þennan heim en þegar fram líða stundir gera eða segja flestir menn eitthvað það sem tvímælis orkar. Yfirsjónir tilheyra mennskunni. Því til viðbótar þessu getur hvers sem er orðið fyrir því að annar maður ásakar hann um eitthvað sem er ámælisvert eða jafnvel refsivert án þess að hann hafi unnið til þess.

Lesa meira

Hættulegur förunautur.

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Fyrir um ári síðan náði reiðin heljar tökum á hjörtum okkar vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Ástandið þar versnar enn, dag frá degi og nærir reiðina í brjóstum okkar. Heimsbyggðin öll stendur á öndinni ráðalaus. Við erum öskureið og örvæntingarfull.  Það eru heilbrigð og eðlileg viðbrögð. Verra væri ef okkur væri sama og ypptum bara öxlum. Reiðin er hins vegar afar hættulegur förunautur til lengdar.

Lesa meira