Læstar fréttir

Bjart yfir byggingariðnaði á Húsavík

Atvinnulífið á Húsavík fékk mikinn skell í sumar þegar tilkynnt var um lokun kísilversins á Bakka og ekki mátti atvinnulífið við því nú þegar hrun blasir við ferðaþjónustunni í vetur. Byggingariðnaðurinn er á sama tíma að blómstra en Vikublaðið ræddi við Ragnar Hermannson verkefnastjóra hjá Trésmiðjunni Rein. Mikil uppgrip hafa verið hjá fyrirtækinu undanfarið í tengslum við byggingu á íbúðablokk fyrir 55 ára og eldri að Útgarði en að sögn Ragnars stendur til að afhenda fyrstu íbúðina 15. október næstkomandi. „Það er samkvæmt plani en það verður samt sem áður eftir frágangur að utan og vinna við klæðningu,“ segir hann. Verkefnið er með því stærsta sem fyrirtækið hefur tekið að sér og skapað fjölda manns atvinnu. „Ég myndi skjóta á að við séum búin að vera með 15-18 kalla við blokkina síðan við byrjuðum í maí á síðasta ári,“ segir Ragnar og bætir við að umsvifin við blokkina minnki eitthvað eftir miðjan október en reiknar með 5-6 manns í vinnu við verkefnið þar til yfir líkur, framundir mars.
Lesa meira

Svaðilför á topp Hraundranga

Hjónin Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á Akureyri gerðu sér lítið fyrir og klifu Hraundranga í Öxnadal í síðustu viku undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Alls tók ferðin átta og hálfan klukkutíma. Hraun­drangi er 1.075 m hár og var fyrst klifinn árið 1956. „Maður er ennþá að vinna úr tilfinningunum eftir þessa ferð,“ sagði Sævar þegar Vikublaðið sló á þráðinn til hans tveimur dögum eftir afrekið. „Ég viðurkenni það alveg að ég hef aldrei verið eins hræddur í lífinu og þarna. Kvöldið áður var ég alveg lystarlaus af stressi og íhugaði að hætta við. En Jökull talaði mig til og við héldum okkar striki og sem betur fer, því þetta var alveg magnað.“
Lesa meira

Landeldi við Skjálfanda gæti skapað 10-12 störf

Víkurskel ehf. vinnur að því að kanna hagkvæmni þess að byggja upp landeldi á ostrum á Húsavík. Reynslan hefur sýnt að eftirspurn eftir ferskri ostru er mikil bæði hér á landi og erlendis. „Sælkerar heimsins eru margir hverjir sólgnir í ostruna sem hluta af gourmet matarupplifun. Með landeldi er hægt að hafa fulla stjórn á mikilvægum umhverfisþáttum sem ráða miklu um vöxt og gæði ostrunnar eins og vatnshita, seltustigi, sem og magni og samsetningu næringar. Til að tryggja rétta næringu þarf einnig að rækta þörunga í fæðu fyrir ostruna,“ segir Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri í samtali við Vikublaðið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri þar sem mikilvæga sérfræðiþekkingu er að finna. Það á bæði við um ostruræktina sjálfa en ekki síður þekkingu á þeim þörungategundum sem ostran nærist á og vaxtarskilyrði þeirra. Einnig styður SSNE, áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, verkefnið með ýmsum hætti. „Nú er unnið að gerð viðskiptaáætlunar um landeldið ásamt undirbúningi að tilraunaræktun í landi sem stefnt er að því að hefja í september. Tilraunaræktunin mun standa í 4-6 mánuði. Þar verða ostrur ræktaðar mismunandi aðstæður í lokuðum kerfum til að finna bestu vaxtarskilyrðin. Sú reynsla verður svo nýtt sem grundvöllur að þróun landeldis í fullri stærð,“ útskýrir Snæbjörn
Lesa meira

Naust fær upplyftingu

Viðbyggingin er rétt um 160 fermetrar og mun nýtast sem tækjageymsla og búningsklefar fyrir karla og konur. „Við erum að klára fyrsta áfanga en við bíðum eitthvað með að innrétta neðri hæðina þar til við höfum safnað meira fjármagni. Við grófum niður fyrir gólf á neðri hæðina, sjö metra djúpan skurð þannig að þetta er ógnarframkvæmd,“ segir Guðmundur en hann stýrir framkvæmdum.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Bláberjavöfflur og himneskir kleinuhringir

Ég er mikill matgæðingur og elska að borða og útbúa góðan mat,“ segir Sigríður Ýr Unnarsdóttir sem sér um matarhornið þessa vikuna. „Undanfarið hef ég þó verið að halda mig við ansi einfalda matreiðslu þar sem ég er að vinna mikið, hjá Slökkviliðinu á daginn og er með SUP ferðir á kvöldin. Ég borða því mest í vinnunni og nota frekar lausar stundir um helgar til þess að útbúa eitthvað gott með kaffinu. Það kemur til helst af tvennu, bæði því að bakaríis- og kaffihúsaferðum hefur fækkað síðustu misseri sem og því að úrvalið af sætabrauði án dýraafurða er ekki mikið svo það hvetur mann áfram til að búa til sitt eigið gotterí þegar manni langar í eitthvað sætt. Ég hef verið án dýraafurða í nokkur ár og þrátt fyrir að töluverð aukning sé í framboði af vegan matvælum virðumst við sætabrauðsgrísirnir hafa gleymst svolítið. Svo þá er ekkert annað í boði en að útbúa sitt egið sætabrauð. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af tveim af uppáhalds sætindunum mínum, fljótlegum bláberjavöfflum annars vegar og svo himneskum kleinuhringjum. Þessar uppskriftir eiga það báðar sameginlegt að vera vegan en hafa þó slegið í gegn, bæði hjá þeim sem eru vegan og líka þeim sem eru það ekki, svo ég skora á ykkur að gefa þessu séns."
Lesa meira

Reykjahlíðarkirkja hefur fengið bætt aðgengi

Í sumar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í Reykjahlíðarkirkjugarði til að bæta aðgengi fyrir fatlaða og aldraða. Þar hefur Garðvík ehf. unnið að gerð göngustígs um garðinn. Um er að ræða áframhald framkvæmda sem hófust á síðasta ári þegar aðgengi að kirkjudyrum var bætt og hellulögn við kirkjuna lyft til að uppfylla reglugerð um aðgengi fyrir alla.
Lesa meira

Dúxaði í virtum hönnunarskóla í Mílanó

Lesa meira

„Hlíðarfjall geymir margar ráðgátur“

Lesa meira

Langanes í sögubækurnar í geimvísindum

Sauðanes á Langanesi komst í sögubækur geimvísinda á Íslandi þegar eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var skotið á loft þaðan um klukkan tíu á sunnudagsmorgun fyrir viku. Áður hafði skotinu verið frestað tvisvar vegna veðurs en þetta var fyrsta eldflaugaskotið frá Íslandi í hálfa öld.
Lesa meira

Stefna á grænann iðngarð á Bakka

Á fundi Byggðarráðs Norðurþings í síðustu viku gerði sveitarstjóri, Kristján Þór Magnússon grein fyrir stöðu mála í kjölfar fundar með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka frá í júlí sl.
Lesa meira

Norðursigling óskar eftir frestun á innheimtu farþegagjalda

Silja Jóhannesdóttir formaður ráðsins sagði aðspurð að henni þætti ótækt að herja á ferðaþjónustufyrirtæki sem væru í vanda vegna áhrifa af Kórónuveirufaraldrinum. „Þess vegna leggjum við til að byggðarráð endurskoði þessa ákvörðun svo ferðaþjónustufyrirtækin fái nauðsynlegt svigrúm til að búa sig undir komandi haust og vetur.“
Lesa meira

Geitungar og bitmý herja á Húsvíkinga

Mikli umræða hefur verið um lúsmý sem herjað hefur á landsmenn í sumar en Árni Logi segir að það sé blessunarlega ekki komið til Húsavíkur þó það hafi fundist í Eyjafirði. „En hingað virðist vera kominn í bæinn annað meindýr ef ég leyfi mér að kalla hann því nafni en það er starinn,“ segi Árni Logi en að hans sögn fylgir staranum lús sem bítur fólk ekki síður en lúsmýið.
Lesa meira

Biðlisti á tjaldsvæði Norðurþings

Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að tjaldstæðið á Húsavík er búið að vera meira og minna fullt í allt sumar sama hvernig viðrar og Sólbrekka hefur á tíðum minnt á göngugötu þegar gestir úr Sjóböðunum ganga þar um á leið til og frá tjaldstæðinu.
Lesa meira

Snjóþungur vetur olli miklum skemmdum í skógum

Gríðarmiklar skemmdir urðu á trjágróðri í Kjarnaskógi á liðnum vetri. Mikil grisjunarvinna hefur verið unnin undanfarnar vikur í Kjarnaskógi , Vaðlareit, Leyningshólum og Hánefsstöðum í Svarfaðardal.
Lesa meira

Á sama stað, með sömu flugu og fékk jafnstóran fisk

„Þetta er eiginlega með ólíkindum, en virkilega gaman og eftirminnilegt,” segir Jón Gunnar Benjamínsson en bróðursonur hans, Benjamín Þorri Bergsson sem er 14 ára gamall veiddi 60 sentímetra langan urriða í Brunnhellishróf sem er í Laxá í Mývatnssveit þar sem hún rennur um land Geirastaða, beint neðan við Miðkvísl. Það í sjálfu sér er ef til vill ekki í frásögu færandi, heldur að Benjamín Þorri veiddi fyrir einu ári á sama stað og með sömu flugu nákvæmlega jafnstóran urriða. Sá var tekin með heim en þeim sem veiddur var nýverið sleppt.
Lesa meira

Engin formleg skólasetning í Framhaldsskólanum á Húsavík

„Miðað við þá stöðu sem er uppi núna og það sem er að gerst í skólahaldi á framhaldsskólastigi á landsvísu þá var tekin ákvörðun um það að nota næstu viku alla í undirbúning og skipulagningu. Við þurfum ákveðinn tíma til að skipuleggja svo við getum haldið úti skólastarfi"
Lesa meira

Þá var kátt í höllinni

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er nú á hringferð um landið og heldur fimleikasýningar víðsvegar um landið. Á sunnudag var fimleikahópurinn staddur á Húsavík og bauð til sannkallaðrar veislu fyrir skilningarvitin í íþróttahöllinni.
Lesa meira

Bjórhlaupsmeistari Húsavíkur krýndur

Síðastliðinn laugardag fór í fyrsta sinn fram á Húsavík svo kallað bjórhlaup en það var Húsavík Öl í samstarfi við Völsung sem stóð fyrir viðburðinum. Hlaupið var öllum opið sem náð hafa 20 ára aldri og þótti þátttaka mjög góð eða ríflega 30 manns. Á meðal þátttakenda mátti finna fyrrum landsliðsmenn í fótbolta og íslandsmeistara í maraþoni.
Lesa meira

Hlaðvarp um lífið í Flatey á Skjálfanda

Bjargey Ingólfsdóttir kynnir hefur hefur verið að taka viðtöl við fyrrum íbúa Flateyjar á Skjálfanda í sumar. Verkefnið er á vegum Þingeyjarsveitar í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Markmiðið er að safna og skrásetja heimildir um lífið í Flatey áður en eyjan lagðist í eyði. Þá hafa hugmyndir vaknað um að gera hlaðvarpsþætti úr viðtölunum.
Lesa meira

Líkar lífið í Hollandi

Edward H. Huijbens hefur búið í Hollandi í á annað ár ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann starfar sem prófessor og stjórnandi rannsóknarhóps á sviði menningarlandfræði við Wageningen-háskólann. Líkt og önnur lönd hefur Holland ekki farið varhluta af Covid-19 en þar er lífið hægt og bítandi að færast í eðlilegra horf. Vikublaðið sló á þráðinn til Edwards og forvitnaðist um stöðu mála í Hollandi og lífið hjá fjölskyldunni þar ytra.
Lesa meira

Mál mannanna

Lesa meira

Gagnrýna harðlega að loka eigi fangelsinu á Akureyri

Lesa meira