Læstar fréttir

„Munum eftir því að konur þurftu að berjast með kjafti og klóm til að mega ganga í buxum“

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir er ein af 10 Framúrskarandi ungum Íslendingum


Hóp­ur að nafni Öfgar hefur verið áberandi á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið en hópurinn hefur haft hátt í umræðu kyn­bundið áreiti og of­beldi

Tanja M. Ísfjörð Magnús­dótt­ir, sem er í stjórn hóps­ins en hún er fædd og uppalin á Húsavík. Hún flutti til Noregs árið 2015 og býr þar í dag ásamt unnusta sínum og tveimur börnum 5, og 3 ára. Hún byrjaði fyrir sex árum síðan að tjá sig opinskátt um kynbundið ofbeldi á samfélagsmiðlum sem er veruleiki allt of margra kvenna.

Tanja segir að Öfgar sé fjölbreyttur hópur af femíniskum aðgerðarsinnum sem stofnaður var í sumar, en hópurinn hefur tekið miklum breytingum síðan hann var stofnaður.

 Dýrmæt viðurkenning

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en þetta er í 20. skipti sem verðlaunin eru veitt.

Þetta árið bárust hátt í þrjú hundrað tilnefningar frá almenningi en auglýst er eftir til­nefn­ing­um á hverju ári og get­ur hver sem er til­nefnt framúrsk­ar­andi ung­an Íslend­ing. Sér­stök dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­ar og vel­ur úr 10 framúrskarandi einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlauna­hafa. Tanja ein af þessum 10 framúrskarandi ungu Íslendingum.

„Þetta er svo dýrmætt af því að þetta er búið að vera svo ótrúlega erfitt. Ég er búin að fá yfir mig svo mikið mótlæti. Vinir og fjölskylda ekki alltaf verið með mér í liði. Þannig að þegar viðurkenningin kemur þá get ég sagt við sjálfa mig: Ég er greinilega að gera eitthvað rétt,“ útskýrir Tanja og bætir við að mótlætið sé alls konar, fullt af fólki sem ekki sé sammála aðferðafræði hennar og hefur jafnvel slitið sambandi við hana.

„Þetta er spennandi,“ segir hún í hæðni og bætir við að baráttunni hafi fylgt mikill fórnarkostnaður. „Þetta tekur frá andlegu heilsunni og þetta er auðvitað líka erfitt fyrir fjölskyldu mína, manninn og börnin að ég sé alltaf á vakt í baráttunni.“

Öfgar verða til

Tanja segir að grunnurinn að aðgerðarhópnum Öfgar hafi verið lagður á samskiptamiðlinum Tik Tok sem er mjög vinsæll um þessar mundir.

„Það var eftirspurn eftir feminískum aðgöngum á samfélagsmiðlum. Þá sérstaklega á Tik Tok. Þar finnur maður mikið af ungu fólki með hatursorðræðu í garð minnihlutahópa. Það er fitusmánun, transfóbía, kvennhatur, þetta er rosalega ljót orðræða oft á tíðum. Þannig að það vaknaði þessi þörf eftir  feminíska aktívisma á samfélagsmiðlum og þá byrjuðum við að hópa okkur saman. Við þekktumst eiginlega ekkert áður en höfðum séð hverjar aðra í bardaganum. Svo smullum við svona fínt saman og þannig byrjaði þetta,“  segir Tanja um stofnun Öfga.

Aðspurð hvað valdi þessari hatursorðræðu ungmenna á samskiptamiðlum segir Tanja að hana megi rekja til þess að börnin læri það sem fyrir þeim er haft.

„Þau heyra þetta heiman frá, hvernig fullorðna fólkið talar um hvort annað og fara með það á netið. Hvort sem það er létt óviðeigandi grín eða alvarlegar samræður við matarborðið um að þessi sé svona eða hinsegin. Börnin eru eins og svampar og tileinka sér þetta. Þau hafa heldur ekki þroskað með sér þessa gagnrýnu hugsun sem þarf til að skora viðhorf og orðræðu foreldra sinna á hólm. Þau eru heldur ekki með jafn góðan radar á kaldhæðni en við þurfum líka að passa okkur á hvað við segjum í kaldhæðni,“ segir Tanja.

 Umdeilt nafn

Nafnið á aðgerðarhópnum hefur verið umdeilt enda margir sem vilja sjá hófstilltari umræðu. Tanja segir að nafnið Öfgar sé ádeila. „Þegar við vorum að leita að nafni á hópinn þá var ein okkar sem stakk upp á þessu. Okkur fannst flestum þetta vera of mikið en svo spurðum við okkur; af hverju er þetta of mikið? Það er alltaf verið að segja við okkur að við séum bara helvítis öfgafemínistar, femí-nasistar og einhver svona ógeðsleg orð. Við hugsuðum bara; Druslugangan gerði þetta, tóku orðið drusla og gerði að sínu. Af hverju gerum við ekki það sama með orðið Öfgar. Ef þú hugsar út í merkingu orðsins öfgar. Það er þegar er of mikið af einhverju en jafnrétti er ekki jafnrétti ef það hallar í aðra áttina. Þannig að þú getur aldrei fengið of mikið jafnrétti. Það er því ekki til öfgafemínismi eða öfgajafnrétti. Þaðan kom nafnið.“

 Fleiri sem hlusta

Tanja segist ekki í vafa um að baráttan fyrir réttlæti hafi skilað sér frá því hún fór að láta í sér heyra um jafnrétti kynjanna. 

Lesa meira

„Þetta er þannig starf að þú ert að gefa af þér“

Framhaldsskólinn á Húsavík (FSH) býður upp á fjölbreytt nám og leitar sífellt nýrra leiða til að laða til sín nemendur. Það er vissulega áskorun að halda úti öflugum framhaldsskóla í litlu samfélagi en þeim áskorunum mætir FSH með því að hugsa út fyrir boxið og hanna námsbrautir með sérstöðu.

Ein þeirra námsleiða er heilsunuddbraut sem farið var af stað með haustið 2019. Halldór Jón Gíslason, aðstoðarskólastjóri heldur utan um brautina í FSH en Helga Björg Sigurðardóttir, heilsunuddari stýrir kennslunni. Þau eru í góðu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hefur kennt brautina um árabil. „Við höfum alltaf getað leitað þangað í þá þekkingu og reynslu sem þar býr,“ segir Halldór Jón en FSH og FÁ eru einu skólarnir á landinu sem bjóða upp á þetta nám. Vikublaðið ræddi við Helgu Björg.

 14 ár í nuddinu

Helga Björg segir að það hafi blundað í sér um nokkurt skeið að læra nudd þegar hún loksins lét verða af því. „Það sem ýtti mér kannski á stað í þetta er bara ákveðin  sjálfsskoðun. Ég var að vinna mikið í sjálfri mér á þessum tíma en þarna var ég orðin læknaritari. Nuddnámið  var kennt í Ármúla þar sem læknaritarinn var kenndur og ég var búin að sjá fög sem voru svolítið lík. Ég útskrifaðist sem læknaritari 2005 og strax í kjölfarið skrái ég mig í heilsunudd. Tek þetta bara í beinu framhaldi. Þá var farið að bjóða upp á þetta nám á Akureyri en ég er í fyrsta árganginum sem lærir þetta á þar. Ég útskrifast vorið 2009 en það er nokkuð síðan þetta nám hætti á Akureyri.

Helga Björg hefur starfað við nudd í og með síðan. „Ég var náttúrlega að vinna sem læknaritari á Heilsugæslunni á Húsavík og nuddaði með. Svo hætti ég á spítalanum og fór að vinna á Deplum þar sem ég var eingöngu að nudda,“ segir Helga Björg en Deplar er lúxushótel í Fljótum.  

„Ég var byrjuð að nudda um áramót 2007 þannig að þetta eru að verða 14 ár. Það er nú bara nokkuð góður lífaldur nuddara,“ segir hún og bætir við að fólk sé oft ekki lengi starfandi í greininni. „Nuddarar eru oft fljótir að brenna upp.“

Nuddarabraut

Hópurinn sem var að klára fyrsta áfangann í verklega náminu, klassískt nudd. Mynd/ aðsend.

 

Sjálf segir Helga Björg að hún hafi yfirleitt unnið við nuddið í hlutastarfi með öðru og þess vegna endist hún lengi í faginu.

Aðspurð hvers vegna starfsaldur nuddara sé oft skammur segir hún að fólk slitni oft í höndum eins og í fleiri iðngreinum. „Mér skilst samt að það sé meira genatískt heldur en nuddið. En margir fá einhverja svona álagskvilla og veldur því að fólk hættir að nudda.

Lesa meira

Tekið á móti vel yfir eitt þúsund köttum um tíðina

Vel yfir 1000 kettir hafa haft viðkomu í Kisukoti frá því starfsemi þess hófst fyrir nær 10 árum, en Kisukot var fyrst opnað 29. janúar 2012. Ragnheiður Gunnarsdóttir stýrir starfseminni og hefur verið dyggur kattavinur í höfuðstað Norðurlands í mörg herrans ár. Um fátt hefur meira verið rætt undanfarið en endurskoðun á samþykkt um kattahald á Akureyri eftir að bæjarstjórn samþykkti að banna lausagöngu katta í bænum eftir rúm 3 ár, 1. janúar 2025. Ragnheiður hefði viljað sjá að mildari leið hefði verið valið til að sætta ólík sjónarmið bæjarbúa til útivistar katta. Ragnheiður rifjar upp að árið 2011 hefði ný samþykkt um kattahald í bænum tekið gildi. Samkvæmt henni átti að skrá alla ketti, greiða fyrir það gjald sem og árgjald. Áður hafði fólk ekki þurft að gera grein fyrir hvort það héldi ketti né hversu marga. Í samþykktinni frá 2011 var ákvæði um að einungis mætti halda þrjá ketti á hverju heimili að hámarki. Þessar nýju reglur gerðu að verkum að einhverjir kettir fengu ný heimili og þá nefnir Ragnheiður einnig að á þessum tíma hafi talsvert verið um villiketti í bænum. Bæði við bryggjunar og eins hefði stór hópur katta komið sér fyrir í hesthúsahverfinu í Breiðholti. Akureyrarbær hafðii forgöngu um að farga þeim sem þar voru en bryggjukettirnir voru áfram á sínum stað.
Lesa meira

Tryggja aðgengi að hreinu vatni og stuðla að því að útrýma hungri

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

Burkina

Heimamenn hafa nú ávallt greiðan aðgang að vatni sem hefur opnað möguleika á að stunda ræktun á grænmeti á sjálfbærum og gjöflulum ræktarlöndum.

 

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

„Það var draumur minn frá því ég var barn, að fara til hjálparstarfa í Afríku,“ segir Jóhanna Sólrún sem lengi hafði horft til heimsálfunnar í því skyni að leggja lið. Tækifærið kom þegar henni bauðst að sækja nám í Biblíuskóla, sem fór að hluta til fram í Búrkína Fasó. Hún var treg að fara nema eiginmaðurinn Haraldur kæmi með. Hann langaði engin ósköp að slást í þessa för en lét að lokum undan og saman fóru þau til borgarinnar Bobo Dioulasso, þar sem íslensk hjón, Hinrik og Guðný Ragnhildur hafa starfrækt skóla fyrir börn frá árinu 2008, undir merkjum ABC barnahjálpar. Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims, atvinnuleysi er mikið,  langflestir íbúanna eigi ekki í sig og á.

Í þessari ferð sem farin var árið 2015 má segja að teningnum hafi verið kastað en Haraldur heillaðist einnig af Afríku í þessari ferð. Hann hefur í allt farið sex ferðir til Búrkína Fasó og Jóhanna farið fjórar ferðir. Haraldur kom heim úr síðustu ferð sinni í lok október síðastliðinn og þá eru þau hjónin bæði á leið út í febrúar næstkomandi.

 

Lesa meira

Tilhneiging til að fjölga börnum í rými og erilshávaði eykst

Skólakerfið hefur tilhneigingu til að fjölga börnum í rýmum. Slíkt hefur í för með sér aukinn erilshávaða í skólastofunum sem langt í frá eru alltaf friðsamlegur vinnustaður. Börn, alveg eins og fullorðnir, eiga erfitt með að einbeita sér í hávaða. Mörg börn eiga sér sögu um eyrnabólgu og rör í eyru. Lítill gaumur er gefinn að því hver hlustunargeta barna er. Börnum er blandað í bekki, öllum boðið inn en ekki tekið nægilegt tillit til þeirra sem eru, t.d. tvítyngdir. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir radd- og talmeinafræðingur hefur bent á að allt þetta, hávaða í skólastofu, einbeitingarleysi og hlustunargetu, allt hafi þetta áhrif þegar verið er að kenna börnum að lesa. Hún hefur sent frá sér bókina Lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu - Ævintýraför Stubbs og Stubbalinu í Stafalandið. Hún hefur fengið mjög góð viðbrögð við bókinni.
Lesa meira

„Þetta er kúltúr sem þekkist ekki annars staðar“

Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu. Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira

Þjónustan á Akureyri ekki síðri en var í Noregi

„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri. Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.
Lesa meira

„Ég ákvað að gefa mér alveg gleðina á vald í þessu“

Eurovision sýningin á Húsavík sem Örlygur Hnefill Örlygsson, ferðaþjónustufrömuður og Eurovision aðdáandi hefur haft veg og vanda að; opnaði í húsnæði Ja JA Dingdong bar klukkan 19 á föstudagskvöld. Húsfyllir var á opnunni og stemningin rafmögnuð. Sýningin skiptist í tvo hluta, annars vegar um Söngvakeppni sjónvarpsins og hins vegar Netflixmyndina Story og Firesaga. Með vorinu verður svo síðasti hluti sýningarinnar opnaður en sá er tileinkaður erlenda Eurovision heiminum. Hátíðardagskráin hófst í beinni útsendingu í fréttatíma RÚV og húsvíski Óskarskórinn söng að sjálfsögðu nýja þjóðsöng bæjarbúa, Húsavík My Hometown úr Eurovision mynd Will Ferrels; í þetta sinn með Eurovision stjörnunni Grétu Salóme. Vikublaðið ræddi við Örlyg í vikunni en hann sagði að þetta krefjandi verkefni væri búið að vera afar stórt í framkvæmd. „Opnunin gekk vonum framar, ég átti nú ekki vona á svona rosalega mikið af fólki,“ sagði hrærður Örlygur.
Lesa meira

Viðskiptavinir með bros á vör

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum. Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira

Landslið í skógarhöggi að störfum í Vaðlareit

„Það hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga en í liðinni viku ræsti „landslið“ skógarhöggsmanna keðjusagir sínar og hóf að vinna sér leið þvert í gegnum Vaðlareit. Lokið var við að höggva stíginn í byrjun vikunnar og síðustu daga hafa þeir unnið við snyrtingar út fyrir stígasvæðið. „Við verðum svo í því þó nokkurn tíma að keyra út trjáboli og greinar og munum vinna það verkefni í samstarfi við jarðverktaka, Nesbræður,“ segir Ingólfur. Skógræktarfélagið sér um verkefnið og réð til sín alla helstu skógarhöggsmenn landsins, þeir eru í allt 11 talsins komu víða að af landinu til að ryðja skóginn á sem skemmstum tíma þannig að hægt sé að halda dampi í stígagerðinni.
Lesa meira

„Byrjaði að læra á píanó þegar ég var 7 ára og hef ekkert stoppað síðan“

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór á föstudag söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo. Birkir Blær hefur fengið góðan meðbyr hjá dómnefndinni og líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar. Vikublaði sló á þráðinn til Svíþjóðar þar sem Birkir Blær undirbýr sig fyrir næstu beinu útsendingu sem fer fram á morgun föstudag. „Föstudagskvöldið leggst bara helvíti vel í mig þetta er mjög gaman,“ segir hann og útskýrir fyrirkomulag útsláttarkeppninnar: „Um leið og þátturinn kláraðist á föstudag, þá opnaðist fyrir kosninguna og hún lokast ekki fyrr en að næsti þáttur byrjar. Það kemur alltaf í ljós viku síðar hvort ég hafi komist áfram eða ekki. Þetta er gert svona af því að fólk horfir ekki eins mikið á sjónvarp í línulegri dagskrá eins og í gamla daga. Það er því hægt að horfa á þáttinn hvenær sem maður vill og kosið þessa viku sem líður á milli þátta,“ segir Birkir Blær og bætir við að það detti bara einn keppandi út í hverri umferð.
Lesa meira

„Liðið var ekki alltaf mjög gamalt á pappírnum“

Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor. „Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“ En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði „Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira

Kornuppskera eins og hún gerist best í Evrópu

Þó haustið sé nú loks farið að láta að sér kræla var sumarblíðan allsráðandi í síðustu viku þegar blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinn í Eyjafirði. Blaðamaður hitti þar á Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf en hann var í óða önn við að ljúka þriðja og síðasta slætti á túnum sínum. Hann var glaðbeittur þrátt fyrir þessa óvæntu truflun og stökk brosandi út úr dráttavélinni. Aðspurður sagði Hermann að það væri í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að slegið sé í september. „Ekkert svo, við hreinsum alltaf af túnunum í september. Þetta er þriðja skiptið sem við sláum í sumar en við höfum gert það undan farin 10 ár eða svo.“
Lesa meira

„Metnaður til að gera enn betur“

Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur. Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira

Matarhornið: Ostabuff, sætkartöflumús og brokkolísalat

„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira

„Fólk þráir að komast í leikhús, hlæja og gráta"

„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira

„Seinnipartur sumars skemmtilegur tími til matargerðar“

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.
Lesa meira

Strandið á Rifstanga 1968 rifjað upp

Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands. Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands. Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira

Öllum hnútum kunn á sjúkrahúsinu

„Forstjórastarfið leggst ljómandi vel í mig. Ég lít á það sem styrk að þekkja stofnunina og hafa unnið sem framkvæmdastjóri undanfarin ár, en það er svo að hverri stöðu fylgja ný verkefni og ég lít á það sem jákvæða áskorun að takast á við þau verkefni í kunnuglegu umhverfi,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir í samtali við Vikublaðið, en hún var nýlega ráðin sem nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). „Ég veit að þetta starf gerir miklar kröfur en það er kappsmál hjá mér að hafa þarfir sjúklinga að leiðarljósi með því að bjóða upp á gæða heilbrigðisþjónustu sem sinnt er af öflugum og ánægðum hópi starfsmanna.“ Hildigunnur á langan starfsferil hjá SAk en hún byrjaði að vinna á stofnuninni á menntaskólaárunum. „Þá vann ég tvö sumur við ræstingar á skurðstofu. Ég vann einnig sem hjúkrunarnemi á seinni hluta hjúkrunarnámsins en eftir að því námi við Háskólann á Akureyri lauk, starfaði ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku þar til ég fór í meistaranám til Skotlands....
Lesa meira

Matarhornið: Bollur af ýmsum gerðum og heimafengið hráefni

„Við erum Guðmundur Örn Ólafsson fæddur Suðurnesjamaður og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Sunnlendingur undan Eyjafjöllum en búum í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Unnum við bæði við gerð Vaðlaheiðarganga og síðan við Kröflulínu á Möðrudalsöræfum, ég sem verkstjóri og Sigurlaug í eldhúsinu,“ segja þau hjónin sem hafa umsjón með matarhorni vikunnar. „Þar sem við búum við matarkistuna Eyjafjörð og eigum bát, erum við dugleg að nota heimafengið hráefni; fisk sem við veiðum sjálf, ýmsa villibráð og verslum helst beint frá býli hér í sveitinni allt sem við getum. Við erum dugleg á haustin að vinna mat í kistuna fyrir veturinn, við eigum níu börn og barnabörnum fjölgar og oft gestkvæmt hjá okkur. Við ætlum að leggja til þessar eftirfarandir uppskriftir og eru það bollur af ýmsum gerðum.“
Lesa meira

„Lífið er gott hér á Akureyri“

Leik-og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem hún er að vasast í ýmsum spennandi verkefnum. Hún er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í listalífinu og tekið þátt í mörgum sýningum. Þá hefur hún haldið heiðri Janis Joplin á lofti með sýningum um söngkonuna, sem og Tinu Turner. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Bryndísar sem er Norðlendingur vikunnar. „Ég er að koma mér vel fyrir hér á Akureyri, brasa í alls konar spennandi verkefnum," segir Bryndís.
Lesa meira

„Við vitum allar að þessi tími mánaðarins er ekki sá skemmtilegasti“

Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum. Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira

Íslenskur fiskréttur og rússneskt Borcht

Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi, hún er menntaður efnafræðingur og líffræðingur og hefur kennt þau fræði fyrst í Rússlandi en síðar í RBSM einkaskólanum á Möltu. Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, hann er menntaður rafmagnstæknifræðingur og vélstjóri og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK hér á Akureyri. Þá er Skarphéðinn forfallinn veiðimaður. Gefum þeim hjónum orðið...
Lesa meira

„Er frekar lítið fyrir að slappa af“

Hlaupakonan Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki í Súlur Vertical Ultra fjallahlaupinu sem haldið var á Akureyri á dögunum. Keppt var í 55 km Ultra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem meðal annars var farið upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. Rannveig kom fyrst í mark hjá konunum á tímanum 07:19:12 2. Rannveig hefur verið ein fremsta hlaupakona landsins í mörg ár en hún starfar við kennslu hjá Háskólanum á Akureyri. Vikublaðið forvitnaðist um lífið hjá Rannveigu sem er Norðlendingur vikunnar. "Það er ekki pláss fyrir mörg önnur áhugamál með hlaupunum sem stendur. En ég hef gaman af því að prjóna og hanna þá mín eigin mynstur og flíkur. Mér finnst líka gaman að skrifa," segir Rannveig...
Lesa meira

„Hefði vafalaust verið greindur ofvirkur ef það hefði tíðkast þá“

Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn. Það fyrsta sem Pálmi segir þegar ég hitti hann við ærslabelginn á Húsavík í blíðviðrinu er að nú sé enn betri tími til að sinna barnabörnunum, en hann er þar með einum af afastrákunum sínum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn á eftirlaun? „Blendin. Eftirsjá en líka tilhlökkun eftir því að gera ekki neitt,“ segir Pálmi og það liggur vel á honum í leik með afastráknum. „Ég ætla að bara að fara njóta efri áranna í rólegheitunum.“
Lesa meira

Jólagarðurinn í Eyjafjarðarsveit orðinn 25 ára: Vaxandi aðsókn og gestir stoppa lengur

„Það eru jól hjá mér alla daga,“ segir Benedikt Ingi Blomsterberg Grétarsson sem ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Margréti Veru dóttur þeirra rekur Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þar hafa þau staðið fyrir samfelldu jólahaldi í aldarfjórðung, en starfsemin hófst síðasta dag maímánaðar árið 1996. „Mín jól eru í geymslu uppi á háalofti og eru allt öðruvísi en það sem ég er að vasast í alla daga. Þau snúast um annað, m.a. dýrmætar minningar frá fyrri tíð.“ Benedikt segir að hugmyndin að stofnun Jólagarðsins hafi kviknað þegar þau hjón voru að ræða saman eitthvert kvöldið. „Við vorum að spjalla, þreytt seint um kvöld þegar þessi hugmynd kom upp,“ segir hann en sjálfur er hann húsasmiður og matreiðslumaður að mennt. Þau Ragnheiður störfuðu að hluta til saman á þessu árum, á Kristnesi, í veiðihúsi Víðidalsár og ráku í félagi við bróður hennar og mágkonu sumarhótel á Hrafnagili. „Við Ragnheiður erum góð saman í verki, þannig að þetta virtist tilvalið. Við sáum líka fyrir okkur að öll fjölskyldan gæti haft nóg fyrir stafni hjá þessu litla fyrirtæki um ókoman tíð,“ bætir hann við eitt bros, meðvitaður um að börnin og barnabörnin eigi ófá sporin kringum þetta uppátæki.
Lesa meira