Viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar ganga vel

Flugvél Flugfélags Íslands
Flugvél Flugfélags Íslands

„Framtíð Reykjavíkurflugvallar varðar alla þjóðina og lykilhlutverk mitt sem samgönguráðherra er að reyna að ná sátt um framtíðarskipulag innanlandsflugvallar í Reykjavík. Það kemur skýrt fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að miðstöð innanlandsflugs eigi að vera í Reykjavík.“ Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir samgönguráðherra á Alþingi í dag í sérstakri umræðu um málefni Reykjavíkurflugvallar. Málshefjandi var Kristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hanna Birna sagðist hafa átt í viðræðum við borgaryfirvöld um framtíð flugvallarins.

„Þær viðræður ganga vel, markmið ríkisvaldsins er alveg skýrt, það er að tryggja að völlurinn fái að vera fullvirkur í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir. Það er að segja að tvær brautir verði opnar lengur en til ársins 2016. Mér hefur þótt Reykjvíkurborg sýna ríkisvaldinu skilning í þessum viðræðum,“ sagði samgönguráðherra.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast