Valur sigraði á Opna Norðlenska

Mynd/Sævar Geir.
Mynd/Sævar Geir.

Valur bar sigur úr býtum á Opna Norðlenska mótinu í handknattleik karla sem fram fór á Akureyri um liðna helgi. Valur sigraði alla þrjá leiki sína á mótinu og vann Akureyri í lokaleiknum, 28-25. Norðanmenn unnu tvo leiki af þremur og höfnuðu í öðru sæti með fjögur stig, Stjarnan í því þriðja með tvö stig og Íslandsmeistarar Fram ráku lestina án stiga á botninum.

Nýjast