Stórsigur á bikarmeisturunum
Þór/KA burstaði bikarmeistara Breiðablik í gærkvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1-5 norðanstúlkum í vil. Sandra María Jessen skoraði tvívegis fyrir Þór/KA og þær Katrín Ásbjörnsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mateja Zver skoruðu eitt mark hver. Mark Breiðabliks skoraði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Þessi sömu lið mættust í bikarúrslitum nýverið þar sem Blikar fóru með sigur af hólmi, 2-1. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er Þór/KA í fimmta sæti með 27 stig. Lokaumferðin fer fram á sunnudaginn kemur þar sem Þór/KA fær ÍBV í heimsókn